Þessi gjafaaskja frá Nicolas Vahé inniheldur það krydd sem þarf til að fullkomna réttina þína. Lífræna Secret Blend kryddið er salt blandað með lavender, sólþurrkuðum tómötum, svörtum pipar, timjan, rósmarín og hvítlauk. Ef þú vilt auka bragðið í asískum og mexíkósku réttunum þínum, þá gerir lífræna saltið með hvítlauk og rauðum chilli pipar gæfumuninn. Það er líka jafn tilvalið í pastarétti þegar þú vilt aðeins auka bragðið. Komdu gestgjafa kvöldsins, vini eða nágranna á óvart með þessari gjafaöskju frá Nicolas Vahé.
Nicolas Vahé er maðurinn á bak við samnefnda sælkeramerkið. Nicolas hefur starfað sem matreiðslumaður á hinum fræga veitingastað Pic Valence og sem súkkulaðigerðarmaður undir hinum heimsfræga Daniel Giraud Valence. Árið 2000 færðu frumkvöðlahæfileikar hans hann til Danmerkur og hann byrjaði að framleiða hágæða sælkera- og eldhúsvörur undir eigin merki.