Vinsældarboxið frá Nicolas Vahé inniheldur fjórar vinsælustu salt- og piparblöndurnar. Allt frá fiski yfir í steikur, salöt og pastarétti þá leggja þessar fjórar blöndur lokahönd á góða máltíð.
Nicolas Vahé er maðurinn á bak við samnefnda sælkeramerkið. Nicolas hefur starfað sem matreiðslumaður á hinum fræga veitingastað Pic Valence og sem súkkulaðigerðarmaður undir hinum heimsfræga Daniel Giraud Valence. Árið 2000 færðu frumkvöðlahæfileikar hans hann til Danmerkur og hann byrjaði að framleiða hágæða sælkera- og eldhúsvörur undir eigin merki.