Freyðandi sturtusápan frá LAV Kids er mild og rík af náttúrulegum ilmkjarna úr enskri peru og róandi kamillu. Sápan hreinsar og nærir húðina og skilur hana eftir mjúka, endurnærða og með ljúfum ilm. Hin fullkomna blanda fyrir friðsæla og endurnærandi baðferð.
Vörurnar frá LAV Kids eru gerðar úr náttúrulegum og lífrænum innihaldsefnum, en það tryggir að allar vörur séu öruggar og mildar fyrir viðkvæma húð barna. Formúlurnar sem eru notaðar hjá LAV kids eru sérstaklega hannaðar til að mæta einstökum þörfum barnahúðar, sem er viðkvæmari og þarfnast annarrar umhirðu en húð fullorðinna. Vörurnar eru ofnæmisprófaðar og ekki prófaðar á dýrum.
Upplýsingar um vöru:
Stærð vöru: 200 ml