Skilmálar

Pantanir:

Hjarn sendir staðfestingu í netpósti um leið og greiðsla hefur borist.  Gjafainnpökkun á eingöngu við um smávöru ekki hillur eða húsgögn.

Verð:

Innifalið í verði vörunnar er 24% virðisaukaskattur. Hjarn áskilur sér rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust. Öll verð eru í íslenskum krónum. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. Hjarn áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.

Greiðslumáti:

1. Bein innlögn úr heimabanka. það er hægt að greiða með millifærslu, þegar sá valmöguleiki er valinn þá færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu fyrirtækisins. Pöntunin er samþykkt um leið og millifærsla hefur gengið í gegn. Ef að ekki er greitt innan tveggja daga þá er pöntunin ógild.

2. Kreditkort 

3. Netgíró Það er hægt að greiða með raðgreiðslum hjá Netgíró, allt frá 2 -12 mánuðum, um kortalaus viðskipti er að ræða.

4. Pei

Sendingarkostnaður:

Sendingarkostnaður bætist við verð vörunnar áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er 890 krónur undir 15.000  krónum. Sendingarkostnaður fellur niður ef að verslað er fyrir meira en 15.000 kr. Ef verslað er erlendis frá þá borgar kaupandi sendingarkostnaðinn.

Afgreiðsla og afgreiðslutími:

2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Ef vara er merkt "sótt" og er undir 15.000 krónur þá fer hún sjálfkrafa í póst á kostnað kaupanda ef að varan er ekki sótt innan tveggja vikna.

Skilaréttur:

Skilaréttur er 14 dagar frá útgáfudegi reiknings. Vöru þarf að skila gegn framvísun kvittunar. Viðskiptavinur fær inneignarnótu að sömu upphæð sem hægt er að nota í versluninni. Skilavörur þurfa að vera í sínu upprunalega ástandi og upprunalegar umbúðir þurfa að fylgja. Ef vara skemmist við sendingu þá vinsamlegast geymið pakkningarnar og látið okkur vita strax í netpósti á hjarn@hjarn.is. Útsöluvörum er ekki hægt að skipta nema í aðra útsöluvöru. Ef vöru er skilað eftir að útsala er hafin er miðað við útsöluverð vörunnar. Skilaréttur gildir ekki um vörur sem keypt er á útsölu nema um annað er sérstaklega samið. Þegar vöru er skilað skal neytandi sýna fram á kaupin og dagsetningu þeirra með því að framvísa nótu sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Ekki er hægt að skila húðvörum, sælgæti eða ljósaperum.

Öryggismál:

Alþjóðlegu kortafyrirtækin VISA, MasterCard og American Express hafa komið sér upp öryggisstaðli: PCI-DSS / Payment Card Industry Data Security Standard sem miðar að því að vernda kortaupplýsingar og lágmarka misnotkun þeirra. Við geymum engin kortanúmer og allar kortafærslur fara í gegnum vef Borgunnar hf.  Allt greiðsluferlið er í samræmi við öryggiskröfur frá alþjóðlegum kortafyrirtækjum eða svokölluðum PCI-DSS staðli.